Nýtt gistirými í vinnslu

B J A R G
Nýjasta viðbótin við Gistiheimilið Lyngholt verður gamalt hús sem er staðsett við hliðina á Lyngholti. Húsið heitir Bjarg og var byggt 1930.
Byrjað var að gera húsið upp vorið 2018 og vonumst við til að taka hluta af húsinu í notkun 2021.

Hér fyrir neðan er hægt að fylgjast með framkvæmdunum sem eru ansi róttækar, gera þurfti húsið alveg fokhelt, ekkert stóð eftir nema steinninn og þakið sem verður skipt um á næstunni.
Búið er að leggja allar lagnir nýjar til og frá húsinu, nýtt rafmagn og vatn.
Í húsinu verða fjórar 25m2 stúdíóíbúðir með baði og eldhúsaðstöðu.