Hellir stúdíóíbúð

Hellir er 27m2 stúdíóíbúð og er staðsett við hliðina á Lyngholti (litla húsið til hægri á myndinni).
Í íbúðinni er gólfhiti, fullbúið eldhús með uppþvottavél og því helsta sem þarf til eldamennsku. Baðherbergið er rúmgott og þægilegt, handklæði innifalin. Rúmið er 160 cm.
Morgunverður er innifalinn í gistingunni.
Á veturna er sjálfsafgreiðsla í eldhúsinu, brauð, álegg, ávextir, skyr, mjólk, kaffi og morgunkorn.
Á sumrin bjóðum við upp á morgunverðarhlaðborð á HOLTIÐ KITCHEN BAR.
Þar er á boðstólnum; egg, beikon, pylsur, skyr, morgunkorn, brauð, álegg, sultur, ávextir, safar, kaffi og te. Morgunverðarhlaðborðið er opið fyrir heimafólk, gesti og gangandi, ekki aðeins gesti Lyngholts.
Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á facebooksíðu Holtsins.










