Ingimarsstaðir

Ingimarsstaðir er fullbúið einbýlishús í útjaðri Þórshafnar. Húsið er rúmgott með þremur svefnherbergjum. Í stærsta herberginu er hjónarúm, í hinum tveimur er annars vegar svefnsófi og hins vegar tvö einstaklingsrúm. Eitt sameiginlegt baðherbergi.
Eldhúsið er fullbúið áhöldum til eldamennsku og á veröndinni er grill.
Morgunverður er innifalinn í gistingunni.
Á veturna er sjálfsafgreiðsla í eldhúsinu, brauð, álegg, ávextir, skyr, mjólk, kaffi og morgunkorn.
Á sumrin bjóðum við upp á morgunverðarhlaðborð á Holtið Kitchen Bar. Þar er á boðstólnum m.a. egg, beikon, pylsur, skyr, morgunkorn, brauð, álegg, sultur, ávextir, safar, kaffi og te.








