Þórshamar

Heimilisfang: Fjarðarvegur 12, 680 Þórshöfn
Þórshamar er lítið hús með tveimur svefnherbergjum á efri hæðinni, í öðru herberginu er 140 cm rúm, í hinu herberginu eru tvö 90 cm rúm. Upp á efri hæðina er nokkuð brattur stigi. Rúmgóð setustofa og verönd með garðhúsgögnum og grilli. Útsýnið úr sólstofunni yfir höfnina á Þórshöfn er stórkostlegt.
Í setustofunni er sjónvarp, bækur, blöð og spil. Í eldhúsinu er allt til alls og á baðherberginu eru handklæði, bómullarskífur, eyrnapinnar og hárblásari.
Húsið leigist í heilu lagi og er aðeins í skammtímaleigu.
Morgunverður er innifalinn í gistingunni.
Á veturna er sjálfsafgreiðsla í eldhúsinu, brauð, álegg, ávextir, skyr, mjólk, kaffi og morgunkorn.
Á sumrin bjóðum við upp á morgunverðarhlaðborð á HOLTIÐ KITCHEN BAR.
Þar er á boðstólnum; egg, beikon, pylsur, skyr, morgunkorn, brauð, álegg, sultur, ávextir, safar, kaffi og te. Morgunverðarhlaðborðið er opið fyrir heimafólk, gesti og gangandi, ekki aðeins gesti Lyngholts.
Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á facebooksíðu Holtsins.



















