Gisting og veitingaþjónusta á Þórshöfn



Þetta byrjaði allt í desember 1998 þegar við; Karen Rut Konráðsdóttir og Ólafur Birgir Vigfússon festum kaup á íbúðarhúsinu að Langanesvegi 12, kallað Lyngholt.
Húsið var á árum áður í eigu fjölskyldu Karenar, en foreldar móður hennar byggðu það árið 1959. Karen og Ólafur búa að Syðra-Álandi í Þistilfirði þar sem þau reka sauðfjárbú og eiga þau 3 dætur.

Nú rúmlega 25 árum síðar hefur reksturinn vafið upp á sig og þá aðallega síðustu árin. Í heildina er komið gistirými fyrir um 30 manns. Gistihúsin eru orðin 5 talsins og er þá nýjasta húsið talin með að Langanesvegi 10, kallað Bjarg. Hjá Lyngholti eru starfsmenn í kringum 10 talsins yfir sumarið og 5-6 yfir vetrartímann.

Veitingahlutinn fer stækkandi en Lyngholt hefur undanfarin 14 ár eða svo séð um rekstur skólamötuneytisins fyrir bæði grunn- og leikskólann á Þórshöfn og er þar að öllu jöfnu eldað fyrir ca 90 börn & kennara í hádeginu.

ENN 1 SKÁLINN
Í desember 2018 tók Lyngholt við rekstri söluskála N1 á Þórshöfn. Í skálanum er grillið opið kl.11.30-20.00 alla daga. Í vöruvali skálans er m.a. að finna olíur, verkfæri, rekstrarvörur, leikföng og margt fleira.

HOLTIÐ KITCHEN BAR
Í ágúst 2024 opnuðum við svo veitingastað í félagsheimili staðarins sem ber nafnið Þórsver þar sem skólamötuneytið er einnig til húsa. Stefnan er að hafa staðinn opinn allt árið um kring en mismikið á hverjum tíma. Á sumrin verður opið alla daga og yfir vetrartímann er stefnt á að hafa að minnsta kosti opið aðra hverja helgi.
Salurinn tekur að jafnaði um 70-80 manns í sæti en að hámarki um 150 manns á stærri viðburðum.
Við bjóðum upp á ýmis konar veisluþjónustu, hafið samband fyrir frekari upplýsingar.

Rúbbinn
Við höfum bakað rúgbrauðið okkar síðan 2011 og byrjuðum við að selja brauðið í búðir í nágranna sveitarfélögunum árið 2023, brauðið er fáanlegt á Vopnafirði, Raufarhöfn, Kópaskeri og Húsavík. Framleiðslan hefur aukist jafnt og þétt og erum við að öllu jöfnu að baka í kringum 100 kg á viku.

Hafa samband:
Sími: 897 5064
E-mail: lyngholt@lyngholt.is
Við erum líka á facebook.