Bjarg / 4 herbergi með baði

Íbúðinar eru bókanlegar frá 15. júní 2025
Hvert herbergi er 25m2 með sér baðherbergi og sér inngangi.
Tvö herbergi niðri og tvö herbergi uppi. Í herbergjunum er hjónarúm, sjónvarp, wifi. Handklæði innifalin.
Morgunverður er innifalinn í gistingunni.
Á veturna er sjálfsafgreiðsla í eldhúsinu í Lyngholti, brauð, álegg, ávextir, skyr, mjólk, kaffi og morgunkorn.
Á sumrin bjóðum við upp á morgunverðarhlaðborð á HOLTIÐ KITCHEN BAR.
Þar er á boðstólnum; egg, beikon, pylsur, skyr, morgunkorn, brauð, álegg, sultur, ávextir, safar, kaffi og te. Morgunverðarhlaðborðið er opið fyrir heimafólk, gesti og gangandi, ekki aðeins gesti Lyngholts.
Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á facebooksíðu Holtsins.